首页    期刊浏览 2024年10月01日 星期二
登录注册

文章基本信息

  • 标题:Forstjóraráðningar í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum: Kynjahalli, útilokun og ófagleg ráðningarferli
  • 本地全文:下载
  • 作者:Þóra H. Christiansen ; Ásta Dís Óladóttir ; Erla S. Kristjánsdóttir
  • 期刊名称:Stjórnmál og Stjórnsýsla
  • 印刷版ISSN:1670-6803
  • 电子版ISSN:1670-679X
  • 出版年度:2021
  • 卷号:17
  • 期号:1
  • 页码:107-130
  • DOI:10.13177/irpa.a.2021.17.1.5
  • 语种:Icelandic
  • 出版社:University of Iceland
  • 摘要:Ísland telst leiðandi á heimsvísu í jafnrétti kynjanna, þrátt fyrir það er staðan ójöfn hjá félögum sem teljast þjóðhagslega mikilvæg, þ.e. skráðum félögum. Karlar eru forstjórar allra 19 félaganna sem skráð eru á markað og gegna stjórnarformennsku í þeim öllum utan einu. Rannsóknin beinir sjónum að ráðningarferli forstjóra skráðra félaga og hvers vegna fjölgun kvenna í stjórnum hefur ekki leitt til fjölgunar kvenna í forstjórastöðum. Rannsóknarspurningin sem liggur til grundvallar er: Hvernig upplifa konur sem sitja í stjórnum skráðra félaga ráðningarferli forstjóra með tilliti til möguleika karla og kvenna á því að hljóta starfið? Tekin voru viðtöl við 22 konur sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga á Íslandi. Niðurstöður leiða í ljós óánægju með ríkjandi ráðningarvenjur sem stjórnarkonur upplifa sem mjög lokað ferli. Mikið er treyst á tengslanet stjórnarmanna og lista frá ráðningarstofum sem sinna stjórnendaleit. Slík ráðningarferli eru útilokandi fyrir konur og upplifa sumir viðmælendur togstreitu vegna eigin þátttöku í ferlinu. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að í fyrsta sinn er rætt við konur sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga á Íslandi og viðhorf þeirra og upplifun af ráðningarferli í æðstu stjórnunarstöður dregið fram og það borið saman við nýjar leiðbeiningar um góða stjórnarhætti og fjölbreytileika í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum, sem taka gildi 1. júlí 2021.
  • 关键词:Arftakaáætlun;fjölbreytileiki;inngilding;ráðningar forstjóra;skráð félög
国家哲学社会科学文献中心版权所有